Sport

Dýrðardagar Söru í Dúbaí | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara fékk 967 stig af þeim 1000 sem í boði voru.
Sara fékk 967 stig af þeim 1000 sem í boði voru. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Sara Sigmundsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á Dubai CrossFit Championship sem lauk í gær.

Sara var með góða forystu fyrir síðasta keppnisdaginn og lét hana ekki af hendi. Hún fékk alls 967 stig af 1000 mögulegum.

Sara var 26 stigum á undan Karin Frey frá Slóvakíu. Hin breska Samantha Briggs varð þriðja.

Sara vann tvær greinar á mótinu, lenti þrisvar sinnum í 2. sæti og tvisvar sinnum í því þriðja.

„Takk fyrir Dubai,“ skrifaði Sara á Instagram í dag. Með færslunni er myndband með helstu tilþrifunum frá dýrðardögunum í Dúbaí.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.