Sport

Sportpakkinn: Var mjög hrædd þegar hún náði ekki andanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dalila Jakupovic lenti í vandræðum í mörgum.
Dalila Jakupovic lenti í vandræðum í mörgum. Getty/Aaron Gilbert

Slóvenska tenniskonan DalilaJakupovic lenti í óskemmtilegri reynslu í baráttunni sinni við að vinna sér sæti á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Arnar Björnsson skoðaði það hvernig gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa áhrif á fyrsta risamótið á árinu 2020.

Hin slóvenska DalilaJakupovic freistaði þess að komast á opna ástralska mótið í tennis, fyrsta risamót ársins í íþróttinni sem hefst 20. janúar. Hún vann fyrsta settið gegn hinni svissnesku StefanieVögele 6-5 á úrtökumóti í Melbourne í morgun.

Vögele var 6-5 yfir í öðru setti þegar Jakupovic varð að fara af vellinum vegna andþrengsla. Loftmengun er mikil í Melbourne vegna gróðurelda sem geisað hafa í Ástralíu undanfarnar vikur.

Jakupovic, sem er í 180. sæti heimslistans, reyndi að halda áfram en varð að gefast upp þegar hún átti möguleika á að jafna metin í öðru settinu. Hún var alveg búin á því, hóstaði og átti erfiðleikum með að anda og var fylgt af velli.

„Ég var mjög hrædd og óttaðist að missa meðvitund. Ég náði ekki andanum og gat ekki staðið á fætur,“ sagði Jakupovic.

Á meðan á leiknum stóð fann hún fyrir brjóstverkjum sem urðu verri og verri þegar leið á leikinn. Í gær lagði reyk yfir borgina og íbúum var ráðlagt að halda sig innan dyra.

Jakupovic undraðist að leikurinn skyldi spilaður, „en við áttum engan annan kost en að spila.

Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Var mjög hrædd þegar hún náði ekki andanum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×