Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 23:15 Mahomes (15) fer sáttur að sofa í nótt. Vísir/Getty Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers. NFL Ofurskálin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers.
NFL Ofurskálin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Sjá meira