Sport

Sturla Snær annar á Ítalíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sturla Snær á fleygiferð.
Sturla Snær á fleygiferð. Vísir/EPA

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, byrjar árið heldur betur af krafti en í dag endaði hann í 2.sæti á alþjóðlegu FIS móti á Ítalíu.

Mótið fór fram í Pfelders á Ítalíu en keppt var á tveimur svigmótum.

Í gær náði Sturla Snær ekki að ljúka fyrri ferð en í dag gekk honum virkilega vel.

Sturla Snær endaði í 2.sæti og var með besta tímann af öllum í seinni ferðinni. Fyrir mótið fékk hann 37.84 FIS stig sem er hans besta á tímabilinu.

Austurríkismaðurinn Richard Leitgeb sigraði og Giorgio Ronch frá Ítalíu var þriðji. Heildarúrslit má sjá hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×