Menning

Arnaldur hafði bókina um keto-ið á lokametrunum

Jakob Bjarnar skrifar
Lengstum var Gunnar Már efstur á bóksölulista með bók sína um keto en Arnaldur sýndi úr hverju hann er gerður og sigldi fram úr á lokametrunum.
Lengstum var Gunnar Már efstur á bóksölulista með bók sína um keto en Arnaldur sýndi úr hverju hann er gerður og sigldi fram úr á lokametrunum.

Bóksalan sem tekur til ársins 2019 er fyrirliggjandi en hér neðar má sjá bóksölulista; Vísir birtir lista yfir þær 50 bækur sem mest seldust á árinu og má sá listi heita lýsandi fyrir bókmenntasmekk þjóðarinnar.Sé miðað við þann lista má ætla að um þriðjungur íslenskrar bóksölu sé barna- og ungmennabækur, þriðjungur skáldverk og ævisögur og loks þriðjungur fræðibækur og bækur almenns eðlis. Barnabókahöfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson á hvorki meira né minna en fjórar bækur á þeim lista. Sem segir sína sögu. Hann má vel við una sem og söngkonan Birgitta Haukdal en tvær bóka hennar sem eru á listanum.

Ár hinna íslensku skáldverka

Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að óvenjulega sterk útgáfa íslenskra skáldverka einkenndi fyrir síðasta ár:„Af 20 mest seldu bókum síðasta árs voru 8 þeirra skáldverk íslenskra höfunda. Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur, Yrsa og Ragnar áttu vinsælustu skáldsögurnar, rétt eins og árið 2018. Á topplista ársins 2019 komast hins vegar engar þýddar skáldsögur að þessu sinni og aðeins ein ævisaga á móti fjórum í fyrra.“

Bryndís Loftsdóttir segir það eftirtektarvert að aðeins ein kona sé með bók á topp tíu listanum yfir bóksöluna þetta árið.

Bryndís segir það einnig vekja athygli að einungis einn kvenhöfundur, Yrsa Sigurðardóttir, er á meðal 10 mest seldu höfunda ársins. „Hlutfall kynjanna er þó hnífjafnt þegar litið er til íslenska skáldverkalistans, hallinn virðist frekar koma úr öðrum áttum, svo sem úr flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis.  Þá er einnig athyglisvert að sjá hvað íslenskir kvenrithöfundar eru sterkir í ungmennabókum en strákarnir halda hins vegar toppsætum skáldverka fyrir yngri börn þó konur séu í yfirgnæfandi meirihluta barnabókarithöfunda.“

Um tímann, vatnið og keto

Vísir birti í aðdraganda og í sjálfu jólabókaflóðinu lista yfir mest seldu bækur hverrar viku um sig. Jafnframt var birtur listi yfir mestu uppsafnaða sölu bóka. Lengstum sat Gunnar Már Sigfússon með Keto-bók sína á toppnum og vildu ýmsir velunnarar bókarinnar illa una því fyrir hönd bókarinnar sem slíkrar. En Arnaldur náði að velta Gunnari Má úr sessi á lokametrunum og bjarga þar með heiðri bókmenntaþjóðarinnar, eftir því hvernig á það er litið. Bryndís veltir því fyrir sér hvort Keto-lífsstíllinn samræmist því að sporna við hlýnun jarðar?„Kannski einhver geti skrifað um tímann, vatnið og keto,“ spyr Bryndís og gerir að gamni sínu.Áður en við vindum okkur í sjálfa listana er vert að geta þess að um er að ræða metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa verið tekir saman allt frá árinu 1995. Listinn mælir sölu íslenskra bóka og er byggður á upplýsingum frá bóksölum, net- og dagdagvöruverslunum sem selja bækur.Þátttakendur í gerð listans eru: A4, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Þjóðminjasafnsins, Bóksala stúdenta, Bónus, Forlagsverslunin, Hagkaup, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga og Samkaup.

  

Bóksölulistinn 1. janúar - 31. desember 2019

Topplistinn – 50 mest seldu titlarnir    

 1. Tregasteinn - Arnaldur Indriðason   
 2. Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon   
 3. Þögn - Yrsa Sigurðardóttir   
 4. Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson   
 5. Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason   
 6. Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson   
 7. Hvítidauði - Ragnar Jónasson   
 8. Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson    
 9. Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl.   
 10. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson   
 11. Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason   
 12. Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir   
 13. Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir   
 14. Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson   
 15. Kokkáll - Dóri DNA   
 16. Aðventa - Stefán Máni   
 17. Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson   
 18. Saknað: íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall   
 19. Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason   
 20. Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring
 21. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal
 22. Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal
 23. Slæmur pabbi - David Walliams
 24. Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson
 25. Verstu börn í heimi 3 - David Walliams
 26. Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney
 27. Gullbúrið - Camilla Läckberg
 28. Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir
 29. Bréf til mömmu - Mikael Torfason
 30. Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir
 31. Jakobína, saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir
 32. Hnífur - Jo Nesbo
 33. Jólasyrpa 2019 – Walt Disney
 34. Á eigin skinni - Sölvi Tryggvason
 35. Fimmaurabrandarar – Fimmaurabrandarafjelagið
 36. Randver kjaftar frá - Jeff Kinney
 37. Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
 38. Barist í Barcelona – Gunnar Helgason
 39. Sumareldhús Flóru - Jenny Colgan
 40. Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir
 41. Prjónastund - Lene Holme Samsö
 42. Stórhættulega stafrófið - Ævar Þór Benediktsson
 43. Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein
 44. Halaveðrið mikla - Steinar J. Lúðvíksson
 45. Ég elska einhyrninga – Unga ástin mín
 46. Þín eigin saga: Draugagangur - Ævar Þór Benediktsson
 47. Svört perla - Liza Marklund
 48. Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson
 49. Óvænt endalok - Ævar Þór Benediktsson
 50. Nornin - Hildur Knútsdóttir

     

Íslensk skáldverk     

 1. Tregasteinn - Arnaldur Indriðason   
 2. Þögn - Yrsa Sigurðardóttir   
 3. Hvítidauði - Ragnar Jónasson   
 4. Innflytjandinn - Ólafur Jóhann Ólafsson   
 5. Tilfinningabyltingin - Auður Jónsdóttir   
 6. Aðferðir til að lifa af - Guðrún Eva Mínervudóttir   
 7. Kokkáll - Dóri DNA   
 8. Aðventa - Stefán Máni   
 9. Helköld sól - Lilja Sigurðardóttir   
 10. Svínshöfuð - Bergþóra Snæbjörnsdóttir   
 11. Stelpur sem ljúga - Eva Björg Ægisdóttir   
 12. Sextíu kíló af sólskini - kilja - Hallgrímur Helgason   
 13. Delluferðin - Sigrún Pálsdóttir   
 14. Korngult hár, grá augu - Sjón   
 15. Sara - Árelía Eydís Guðmundsdóttir   
 16. Boðorðin - Óskar Guðmundsson   
 17. Barnið sem hrópaði í hljóði - Jónína Leósdóttir   
 18. Staða pundsins - Bragi Ólafsson   
 19. Selta, apókrýfa úr ævi landlæknis - Sölvi Björn Sigurðsson   
 20. Kvika - Þóra Hjörleifsdóttir   

     

Þýdd skáldverk     

 1. Gullbúrið - Camilla Läckberg   
 2. Hnífur - Jo Nesbø   
 3. Sumareldhús Flóru - Jenny Colgan   
 4. Svört perla - Liza Marklund   
 5. Jólasysturnar - Sarah Morgan   
 6. Húðflúrarinn í Auschwitz - Heather Morris   
 7. Kastaníumaðurinn - Sören Sveistrup   
 8. Ströndin endalausa - Jenny Colgan   
 9. Engin málamiðlun - Lee Child   
 10. Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið - Jonas Jonasson   

     

Ljóð & limrur     

 1. Bestu limrurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði   
 2. Til í að vera til - Þórarinn Eldjárn   
 3. Leðurjakkaveður - Fríða Ísberg   
 4. Heimskaut - Gerður Kristný   
 5. Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir   
 6. Til þeirra sem málið varðar - Einar Már Guðmundsson   
 7. Stökkbrigði - Hanna Ólafsdóttir   
 8. Ljóð 2007 - 2018 - Valdimar Tómasson   
 9. Edda - Harpa Rún Kristjánsdóttir   
 10. Mislæg gatnamót - Þórdís Gísladóttir   

     

Barnabækur - ljóð og skáldverk     

 1. Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson   
 2. Orri óstöðvandi - Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson   
 3. Leikskólalögin okkar - Jón Ólafsson ofl.   
 4. Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason   
 5. Gamlárskvöld með Láru - Birgitta Haukdal   
 6. Lára fer í sveitina - Birgitta Haukdal   
 7. Slæmur pabbi - David Walliams   
 8. Verstu börn í heimi 3 - David Walliams   
 9. Dagbók Kidda klaufa 11: Allt á hvolfi - Jeff Kinney

     

Barnafræði- og handbækur     

 1. Vigdís - Bókin um fyrsta konuforsetann - Rán Flygenring   
 2. Kjarval - maðurinn sem fór sínar eigin leiðir - Margrét Tryggvadóttir   
 3. FimmaurabrandararFimmaurabrandarafjelagið - Bókaútgáfan Hólar   
 4. Ég elska einhyrninga - Unga ástin mín   
 5. Jólaföndur - Unga ástin mín
 6. Spurningabókin 2019 - Guðjón Ingi Eiríksson   
 7. Fótboltaspurningar 2019 - Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson   
 8. Hvolpasveitin - Fyrsta púslbók - Bókabeitan   
 9. Hvolpasveitin - Leitið og finnið - Bókabeitan   
 10. Brandarar og gátur - Huginn Þór Grétarsson

     

Ungmennabækur     

 1. Nornin - Hildur Knútsdóttir   
 2. Ég er svikari - Sif Sigmarsdóttir   
 3. Fjallaverksmiðja Íslands - Kristín Helga Gunnarsdóttir   
 4. Ungfrú fótbolti - Brynhildur Þórarinsdóttir   
 5. Hvísl hrafnanna 3 - Malene Sölvsten   
 6. Villueyjar - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir   
 7. Dulmálsmeistarinn - Bobbie Peers   
 8. Hin ódauðu - Johan Egerkrans   
 9. PAX 2 - Uppvakningurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson   
 10. PAX 3 - Útburðurinn - Asa Larsson, Ingela Korsell og Henrik Jonsson   

     

Fræði og almennt efni     

 1. Keto - hormónalausnin - Gunnar Már Sigfússon    
 2. Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason   
 3. Útkall - Tifandi tímasprengja - Óttar Sveinsson   
 4. Síldarárin 1867-1969 - Páll Baldvin Baldvinsson   
 5. Léttir réttir Frikka - Friðrik Dór Jónsson   
 6. Saknað - íslensk mannshvörf - Bjarki H. Hall   
 7. Kindasögur - Guðjón Ragnar Jónasson   
 8. Á eigin skinni - Sölvi Tryggvason   
 9. Í eldhúsi Evu - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir   
 10. Fjarþjálfun - Indíana Nanna Jóhannsdóttir   

     

Ævisögur     

 1. Björgvin Páll Gústavsson - Án filters - Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason   
 2. Bréf til mömmu - Mikael Torfason   
 3. Jakobína saga skálds og konu - Sigríður K. Þorgrímsdóttir   
 4. Klopp - Allt í botn - Raphael Honigstein   
 5. Óstýrláta mamma mín … og ég - Sæunn Kjartansdóttir    
 6. Gústi - alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn - Sigurður Ægisson   
 7. Með sigg á sálinni - Einar Kárason   
 8. Vængjaþytur vonarinnar - Margrét Dagmar Ericsdóttir   
 9. Systa - bernskunnar vegna - Vigdís Grímsdóttir   
 10. HKL ástarsaga - Pétur Gunnarsson   

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.