Sport

Bjó eitt sinn í bílnum með pabba sínum en keypti núna hús fyrir hann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Josh Jacobs er drengur góður.
Josh Jacobs er drengur góður. vísir/getty

Þær eru oft margar fallegar sögurnar í NFL-deildinni og mörg tár féllu hjá fjölskyldu hlauparans Josh Jacobs í gær.

Jacobs var valinn númer 24 í nýliðavalinu í fyrra af Oakland Raiders og spilaði frábærlega. Margir spá því að hann verði valinn nýliði ársins í deildinni.

Að komast á samning í NFL-deildinni þýðir meiri peningar og peningar hafa alltaf verið af skornum skammti hjá Jacobs og fjölskyldu.

Jacobs ólst upp með föður sínum og fjórum systkinum. Þau voru oft heimilislaus og þurftu stundum að búa öll í bílnum sem faðir þeirra átti.

„Ég gleymi aldrei þessum stundum er við sváfum í bílnum. Það mótaði mig að stóru leyti. Þetta var erfitt en svona var líf mitt,“ sagði Jacobs.





Eins og sjá má hér að ofan átti pabbinn erfitt með sig er hann fékk húsið fallega sem er í Oklahoma.

Saga Jacobs er mögnuð því hann fór úr heimilisleysi í að komast til Alabama-háskólans sem er einn sá besti í Bandaríkjunum. Þar blómstraði hann og frammistaða hans í vetur hefur tryggt að hann þarf líklega ekki að hafa áhyggjur af peningum það sem eftir er.

Jacobs var þriðji í NFL-deildinni í vetur í meðalhlaupajördum í leik á eftir Derrick Henry og Nick Chubb.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×