Sport

Cormier fékk kennslu frá Steven Seagal fyrir titilbardagann um helgina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr öðrum bardaga Daniels Cormier og Stipes Miocic sem sá síðarnefndi vann. Þeir mætast í þriðja sinn á morgun.
Úr öðrum bardaga Daniels Cormier og Stipes Miocic sem sá síðarnefndi vann. Þeir mætast í þriðja sinn á morgun. getty/Joe Scarnici

Daniel Cormier og Stipe Miocic eigast við í aðalbardaga UFC 252 í Las Vegas á morgun. Um er að ræða titilbardaga í þungavigt.

Þetta er síðasti bardagi hins 41 árs Cormiers á ferlinum og hann tjaldar öllu til að hætta á toppnum. Hann leitaði m.a. ráða hjá leikaranum Steven Seagal fyrir bardagann um helgina.

Seagal kann sitt hvað fyrir sér í bardagaíþróttum en hann er með svarta beltið í aikido og kenndi bardagalistina áður en hann hóf feril sem leikari.

„Daniel bað mig um að sýna sér óhefðbundna hluti og það mun ég gera. Sjáum hvernig það gengur. Ef hann gerir eitt af þessu rétt er bardaganum lokið,“ sagði Seagal.

Þetta verður í þriðja sinn sem þeir Cormier og Miocic mætast. Cormier sigraði Miocic þegar þeir áttust við í UFC 226 fyrir tveimur árum en Miocic náði fram hefndum gegn Cormier í UFC 241 í fyrra.

Það er svo spurning hvort brögðin sem Seagal kenndi Cormier ráði úrslitum í þriðja bardaga þeirra Miocic um helgina.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×