Innlent

Svona var 101. upplýsingafundur almannavarna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundi dagsins.
Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins verður Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga.

Hér að neðan má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu, auk þess sem að þar fyrir neðan má fylgjast með framvindu fundarins í beinni textalýsingu.

Enginn greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær. Þrír greindust hins vegar með virk smit við landamæraskimun, einn greindist með mótefni og beðið er niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá tveimur til viðbótar.

289 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 3.105 á landamærunum. Þá voru 56 sýni greind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt upplýsingum á covid.is eru 114 í einangrun eins og í gær og 839 eru í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×