Sport

Dagskrá: Meistaradeildin snýr aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr fyrri leik Manchester City og Real Madrid.
Úr fyrri leik Manchester City og Real Madrid. Burak Akbulut/Getty Images

Enginn íslenskur fótbolti að svo stöddu en Meistaradeild Evrópu snýr aftur í kvöld. Tveir leikir í 16-liða úrslitum eru á dagskrá og þeir eru ekki af verri endanum.

Á Stöð 2 Sport verður leikur Juventus og Lyon í beinni útsendingu klukkan 18.50 en Lyon vann fyrri leik liðanna 1-0. Cristiano Ronaldo og félagar þurfa því svo sannarlega að bíta í skjaldarrendur í kvöld og sýna hvað í þeim býr.

Ronaldo ætti að vera vel úthvíldur en hann lék ekki með Juventus er nífaldir Ítalíumeistarar töpuðu fyrir Roma í síðustu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Á stöð 2 Sport 2 verður svo leikur Manchester City og Real Madrid í beinni útsendingu á sama tíma. Lærisveinar Pep Guardiola unnu nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Spánarmeisturunum í Madrid og því þurfa menn Zinedine Zidane að spila til sigurs í kvöld.

Fyrirliðinn Sergio Ramos verður ekki með Madrid í kvöld þar sem hann nældi sér í rautt spjald í fyrri leik liðanna.

Að leik loknum verða svo Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins. Kjartan Atli Kjartansson sér um þau að þessu sinni.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.