Hvert einasta mark Alexis Sanchez kostaði United meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:30 Alexis Sanchez fékk ótrúleg laun hjá Manchester United en brást félaginu algjörlega inn á vellinum. Getty/Matthew Peters Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira