Hvert einasta mark Alexis Sanchez kostaði United meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:30 Alexis Sanchez fékk ótrúleg laun hjá Manchester United en brást félaginu algjörlega inn á vellinum. Getty/Matthew Peters Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Það er erfitt að finna verri félagsskipti í sögu Manchester United en þegar félagið fékk til sín Alexis Sanchez fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Manchester United taldi sig vera að fá stórstjörnu framtíðarinnar þegar liðið skipti við Arsenal á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan í janúar 2018. Alexis Sanchez hafði farið á kostum í mörg ár með Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var ein af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fann sig aftur á móti aldrei í búningi Manchester United, glímdi við meiðsli og var mjög ósannfærandi þegar hann spilaði. Alexis Sanchez gekk illa að vinna sér sæti í liðinu og var á endanum ýtt til hliðar. Hann fór síðan á láni til Internazionale sem fékk hann síðan á frjálsri sölu í dag. Þessi mistök að fá Alexis Sanchez voru allt annað en ódýr fyrir Manchester United eins og sést vel hér fyrir neðan. Alexis Sanchez's United career:Per goal: £6.12MPer assist: £3.4MPer game: £680K pic.twitter.com/RMkcbqnYzo— B/R Football (@brfootball) August 6, 2020 Alexis Sanchez fékk nefnilega fjögurra og hálfs árs samning við Manchester United og var að fá 400 þúsund pund í laun á viku sem gerir meira en 71 milljón íslenskra króna á sjö daga fresti. Alexis Sanchez lék alls 45 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var með 3 mörk í 32 leik í ensku úrvalsdeildinni. Bleacher Report lék sér að því að taka saman hversu dýrt hvert mark, hver stoðsending og hver leikur hjá Alexis Sanchez var fyrir United. Manchester United borgaði í raun 6,12 milljónir punda fyrir hvert mark, 3,4 milljónir punda fyrir hverja stoðsendingu og 680 þúsund pund fyrir hvern spilaðan leik. Hver einasti leikur Alexis Sanchez kostaði United því 121 milljón íslenska króna, hver stoðsending kostaði 606 milljónir króna og hvert mark hans fyrir Manchester United kostaði félagið milljarð og 91 milljón betur. Alexis Sanchez - PL careerFor Arsenal:60 goals in 122 PL apps24 PL goals in 16-17 (only Kane & Lukaku scored more)25 PL assists - only Ozil (39) had more for Arsenal whilst he was thereFor Man Utd:3 goals, 6 assists in 32 PL appsNo goals in final 14 PL apps (5 starts) pic.twitter.com/OQ5SMopG2i— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira