Skíthræddir við Benna Ólsara Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Hjálmar og Helgi hafa slegið í gegn með hlaðvarpinu HÆHÆ. Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“