Sport

Synti yfir alla laugina með fullt kókómjólkurglas á höfðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katie Ledecky er ein af stórstjörnum sundsögunnar og ætlar sér að bæta við gullverðlunum í framtíðinni.
Katie Ledecky er ein af stórstjörnum sundsögunnar og ætlar sér að bæta við gullverðlunum í framtíðinni. EPA/Tibor Illyes

Bandaríska sunddrottningin Katie Ledecky hefði að öllu eðlilegu átt að vera að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó þessa dagana en eins og allir vita þá var Ólympíuleikunum frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins.

Katie Ledecky getur því leyft sér að bregða aðeins á leik til að létta lundina á þessum óvissutímum. Þetta uppátæki vakti athygli margra.

Hin 23 ára gamla Katie Ledecky er þegar búin að tryggja það að nafn hennar verður í sögubókunum. Hún er fimmfaldur Ólympíumeistari og hefur unnið fimmtán gull á heimsmeistaramótum. Katie Ledecky á líka ríkjandi heimsmet í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi.

Það er því óhætt að segja að Katie sé á heimavelli í sundlauginni þar sem hún hefur eytt stórum hluta af sinni ævi.

Katie Ledecky hefur vissulega verið í sérflokki í keppnislauginni og það gæti einnig verið mjög erfitt að leika það eftir sem hún gerði á dögunum í æfingalauginni sinni.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá tók hún upp á því að synda yfir alla laugina, 50 metra, með fullt kókómjólkurglas á höfðinu. Það besta við það er að hún helti ekkert niður og drakk síðan kókómjólkina sína á eftir.  Katie setti myndbandið inn á Instagram síðu sína.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.