Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 13:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020 Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020
Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira