Alvarlegur skortur á krabbameinslyfjum ekki einsdæmi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 11:32 Hafdís segir að reglulega komi upp lyfjaskortur fyrir konur sem lokið hafa meðferði við brjóstakrabbameini. Aðsend/Egill Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“ Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Skortur er árlega á nauðsynlegu andhormónalyfi fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini að sögn konu sem tekur lyfið. Skorturinn er alvarlegur þessa dagana en bæði er frumlyfið, Aromasin, og samheitalyfið, Exemestan, ófáanlegt. „Þetta gerist á hverju ári en kannski ekki svo alvarlega að hvorki frumlyf né samheitalyf séu til. Það hefur gerst einu sinni áður, árið 2018 í einhverja daga,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem greindi frá áhyggjum sínum í pistli á Facebook. Aromasin hefur verið uppurið í apótekum landsins frá 13. júlí og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en 27. júlí. Þá hefur Exemestan verið á biðlista frá 31. mars. Að sögn Hafdísar eru nokkrir pakkar til af því í apótekum en þau vilji ekki selja lyfin þar sem þau renni út í lok mánaðar. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að lyfin séu nú á leið til landsins með flugi. „Þessu fylgir mikill kvíði og vanlíðan því við treystum á það að við erum að taka þetta lyf til að koma í veg fyrir að við fáum meinvörp eða endurkomu brjóstakrabbameins. Þetta er til að minnka líkurnar á því svo maður vill taka þetta samviskusamlega daglega næstu fimm til tíu ár. Ég á að taka lyfið í tíu ár og ég vil ekkert missa úr degi, hvað þá tíu daga út af því að það er ekkert lyf til,“ segir Hafdís. Hafdís Priscilla segir mikinn kvíða og vanlíðan fylgja því að lyfjaöryggi sé ekki mikið.Aðsend Hún segir margar konur leita til annarra kvenna í sömu stöðu til að fá lyf lánuð. „Þá fer þetta bara í það að konur biðja hvor aðra um að lána sér sem auðvitað allar reglur segja okkur að við eigum ekki að gera. Við eigum ekki að fá lánuð lyf frá öðrum en maður gerir þetta og sem betur fer þá vita konur í þessari stöðu. Þær sem eru aflögufærar, þær hjálpa. Það vill enginn vera í þessari stöðu.“ Lyfin mikið inngrip fyrir konur Hafdís segist vera í Facebook-hópi fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. „Þar fáum við að frétta ef einhver fer í apótekið og lyfið er ekki til, þá erum við látnar vita. Við heyrum þetta ekki frá læknum okkar eða spítalanum , við heyrum þetta yfirleitt frá hvor annarri, við látum þetta fréttast.“ Hafdís lýsir því að lyfið dragi úr estrógenframleiðslu líkamans en krabbameinsfrumurnar nærist á estrógeninu. Konur taki lyfin í fimm til tíu ár eftir að krabbameinsmeðferð er lokið til að reyna að tryggja að sjúkdómurinn bæli ekki á sér aftur. Lyfin valdi jafnframt tíðahvörfum og sé það því gríðarlegt inngrip að taka lyfin. Vegna lyfjaskortsins þurfi margar konur að flakka á milli þess að taka frumlyfið og samheitalyfið en slíkt hringl geti haft mikil áhrif þar sem samheitalyfið sé með önnur fylliefni og geti því farið misilla í konur. Hafdís á sjálf eina töflu eftir en hún komst að því í gær að lyfjaskortur væri í landinu. Hún hafi ætlað að leysa lyfin út í vikunni en hún hafi frétt af því í Facebook-hópnum að það yrði ekki hægt. „Núna er ég bara að bíða eftir að krabbameinslæknirinn hringi í mig svo ég geti fengið að vita hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki fá lánuð lyf hjá öðrum. Ég vil ekki hugsa: jæja, ég á tuttugu daga skammt, svo fæ ég tíu daga hjá einhverjum. Hvernig á ég að redda því?“ Ég vil bara fá lyfin mín og þetta eru lífsnauðsynleg lyf ef maður vill gera allt til að passa að maður lendi ekki í þessari stöðu aftur. Þannig að þetta veldur miklum kvíða og vanlíðan. Yfirleitt reddast hlutirnir en þetta er ekki svona hlutur sem maður á að vera í að redda. Í staðin fyrir að vera búinn að njóta sín hér í gær í bústað með fjölskyldunni er ég búin að vera í símanum að athuga hvar ég get fundið þetta. Hún segist ekki geta trúað því að lyfjaskorturinn sé tilkominn af Covid-ástandinu. „Ég get ekki sagt að þetta sé endilega Covid því þetta gerist allt of oft en hver ástæðan er veit ég ekki, ég veit ekki hvort þetta sé svona alls staðar í heiminum, hvort þetta hafi eitthvað með framleiðsluna að gera eða ekki.“
Lyf Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira