Sport

Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elena Delle Donne átti frábært tímabil með Washington Mystics liðinu í fyrra þar sem hún var kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar. Hún var með 19,5 stig og 8,3 fráköst í leik auk þess að nýta 97 prósent af 117 vítum sínum.
Elena Delle Donne átti frábært tímabil með Washington Mystics liðinu í fyrra þar sem hún var kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar. Hún var með 19,5 stig og 8,3 fráköst í leik auk þess að nýta 97 prósent af 117 vítum sínum. Getty/Leon Bennett

Bandaríska körfuboltakonan Elena Delle Donne þarf að taka erfiða ákvörðun á næstunni eftir að hún fékk ekki læknaleyfið sem hún sóttist eftir.

WNBA deildin ætlar að spila 2020 tímabilið eins og karlarnir í NBA-deildinni þrátt fyrir slæmt ástand á kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum.

WNBA-deildin mun flytja öll inn í eigin heim þar sem engum verður hleypt inn fyrr en að WNBA-meistari hefur verið krýndur.

Elena Delle Donne er ein stærsta stjarna WNBA-deildarinnar en hún var valin besti leikmaður hennar á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt, Washington Mystics, til sigurs í úrslitakeppninni.

Elena Delle Donne sendi inn beiðni til WNBA deildarinnar um að fá að leyfi á launum vegna þess að hún er með Lyme-sjúkdóminn og telur sig vera í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar.

Lyme-sjúkdómurinn er ekki í hóp þeirra undirliggjandi sjúkdóma sem Smit- og sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að auki hættuna ef viðkomandi smitast af kórónuveirunni.

„Mér sárnaði mikið við að heyra um þessa ákvörðun þeirra,“ skrifaði Elena Delle Donne í pistil á Players Tribute.

„Líkmanninn minn bregst ekki við vírusum eins og líkami heilbrigðar manneskju. Þegar Covid kom og WNBA deildin ákvað að fara þessa leið þá datt mér það aldrei í hug að ég yrði ekki sett í áhættuhóp,“ skrifaði Delle Donne.

„Nú stend ég frammi fyrir tveimur kostum. Ég get annað hvort sett sjálfa mig í lífshættu eða gefið eftir launin mín,“ skrifaði Elena Delle Donne.

„Ég er ekki með laun eins og strákarnir í NBA. Ég hef heldur engan áhuga á því að fara í stríð við deildina út af þessu. Ég get líka ekki áfrýjað,“ skrifaði Delle Donne.

WNBA-deildin á að byrja 25. júlí næstkomandi og fer hún öll fram á einum stað í Flórída fylki.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.