Sport

Fjallið um hvað hann haldi lengi út á móti Gunnari Nelson: „Ertu til í að veðja?“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson er mun stærri og þyngri en Gunnar Nelson. Það eru þó sumir sem telja að það dugi skammt.
Hafþór Júlíus Björnsson er mun stærri og þyngri en Gunnar Nelson. Það eru þó sumir sem telja að það dugi skammt. Mynd/Instagram

Hafþór Júlíus Björnsson vill fá að reyna sig á móti Gunnari Nelson þegar þeir æfa saman á næstunni en félagi hans hefur ekki trú á því að hann endist lengi í glímu á móti UFC goðsögn okkar Íslendinga.

Hafþór Júlíus Björnsson vill undirbúa sig fyrir komandi hnefaleikabardaga við Eddie Hall með því að kynnast þjálfunaraðferðum og hugarfari annarra íþróttastjarna á Íslandi.

Nú hefur Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður eftir hlutverk hans í Game of Thrones þáttunum fengið vilyrði að fá að æfa með bardagamanninum Gunnar Nelson.

Hafþór Júlíus Björnsson ræddi mögulega glímu við Gunnar á Youtube síðu sinni og fór að velta því upp með myndatökumanni sínum Rúnari "Hrodi" Geirmundssyni hvað hann myndi halda lengi út á móti Gunnari Nelson.

„Þó að þú sért einn af mínum bestu vinum og einn sterkasti maður í heiminum þá held ég að krafturinn þinn skipti engu máli. Ég held að hann geti náð hálstaki á þér þegar hann vill,“ sagði Rúnar "Hrodi" Geirmundssson.

„Viltu gera einhvers konar veðmál um það? Eins og hversu fljótur hann verður að „kyrkja mig“,“ spurði Hafþór Júlíus á móti.

„Hann er mjög útpældur, yfirvegaður og rólegur bardagamaður. Hann er aldrei að flýta sér í einu eða neinu. Ég held að hann myndi ná að „kyrkja þig“ á tveimur mínútum,“ sagði Rúnar "Hrodi".

Það má heyra þá ræða saman um möguleikana frá 20 mínútu í Youtube-myndbandinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.