Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2020 19:20 Guðlaug Edda segir þetta nýjan veruleika fyrir afreksíþróttafólk hér á landi. Mynd/Stöð 2 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautakona, ræddi nýjan raunveruleika afreksíþrótta-fólks sem þarf nú að vera virkt á samfélagsmiðlum til að fá styrki og fjárhagslega aðstoð frá fyrirtækjum. Júlíana Þóra Hálfdánardóttir ræddi við Guðlaugu Eddu fyrir Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í dag. Innslagið í heild sinni má sjá hér neðan. Klippa: Guðlaug Edda: Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna Fyrr í þessum mánuði birti móðir hennar færslu á Facebook-síðu sinni sem ætluð vinum og ættingjum Guðlaugar þar sem hún biðlar til þeirra að fylgja dóttur sinni á samfélagsmiðlinum Instagram. Færslan vakti mikla athygli en hún snýr að því að fyrirtæki hafi neitað Guðlaugu um styrki þar sem hún er ekki nægilega „vinsæl“ á Instagram. „Ég var sem sagt búin að fá skilaboð frá sumum fyrirtækjum að það væri ekki hægt að styrkja mig eða veita mér aðstoð því ég væri ekki með nægilega marga fylgjendur á Instagram,“ sagði Guðlaug Edda við Júlíönu Þóru er þær ræddu saman í dag. „Okkur brá ekkert smá mikið yfir viðbrögðunum sem þessi póstur fékk. Þessu var deilt út um allt og fór mun lengra en við ætluðum,“ sagði Guðlaug sem er kominn með þrjú þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Guðlaug Edda er einu sæti frá Ólympíusæti eins og staðan er í dag en engar fleiri keppnir verða fyrir Ólympíuleikana. Hún segir það tímafrekt að þurfa að sinna samfélagsmiðlum. „Bara vegna þess að við erum að einbeita okkur svo mikið að æfingum. Það skiptir svo miklu máli að allt sé fullkomið fyrir æfingar og keppnir svo maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera taka myndir og deila. Maður reynir að gera eins mikið og maður getur en það er aðallega í kringum keppnir og undirbúning.“ „Þetta er veruleiki sem er til staðar á Íslandi núna og við afreksíþróttafólk þurfum að reyna að aðlagast því á einhvern hátt. Þurfum að reyna átta okkur á hvernig við getum gefið til baka til fólks þrátt fyrir að það sé ekki endilega sem Instagram-stjörnur heldur meira sem fyrirmyndir,“ sagði Guðlaug Edda að lokum.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira