Íslenski boltinn

Grinda­vík fyrst til að taka stig af ÍBV | Níu Kefl­víkingar lönduðu sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keflavík vann frábæran sigur á Þór Akureyri í Lengjudeildinni í dag.
Keflavík vann frábæran sigur á Þór Akureyri í Lengjudeildinni í dag. Vísir/Vilhelm

Fjögur af efstu sex liðum Lengjudeildarinnar mættust innbyrðis í dag. Grindavík nældi í stig í Vestmannaeyjum og Keflavík vann Þór Akureyri í hörkuleik. Raunar mættust efstu sex lið deildarinnar öll innbyrðis í umferðinni en Leiknir Reykjavík vann 5-2 sigur á Fram í Safamýrinni í gær.

Grindvíkingar urðu fyrsta liðið til að taka stig af ÍBV er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum í dag. Stefán Ingi Sigurðarson kom gestunum frá Grindavík yfir á 27. mínútu leiksins. ÍBV menn eru eflaust mjög ósáttir með varnarleik sinn í markinu.

Það tók heimamenn dágóða stund að jafna metin en Jón Ingason jafnaði metin með frábæru skoti á 66. mínútu og staðan því orðin 1-1. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigurmarkið og leiknum lauk því með jafntefli.

ÍBV er sem fyrr í efsta sæti Lengjudeildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki. Eina liðið sem hefur ekki tapað leik. Grindavík er á meðan enn í 6. sæti með átta stig.

Í Keflavík var Þór frá Akureyri í heimsókn. Heimamenn komust í 2-0 áður en hálftími var liðinn þökk sé mörkum Adam Ægis Pálssonar og Helga Þórs Jónssonar. Frans Elvarsson fékk hins vegar sitt annað gula spjald og þar með rautt á 31. mínútu.

Gestunum tókst þó ekki að minnka muninn en það gerði Alvaro Montejo með marki úr vítaspyrnu á 49. mínútu. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka fékk Kian Williams sitt annað gula spjald í leiknum og Keflvíkingar því orðnir níu á vellinum. Þeir héldu þó út og lönduðu mikilvægum 2-1 sigri.

Keflavík kemst upp fyrir Þór með sigrinum en liðið er nú í 3. sæti með 10 stig, Þór er í 5. sæti með níu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.