Erlent

Til­laga Rússa um minni mann­úðar­að­stoð í Sýr­landi felld

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna í dag. EPA-EFE/JUSTIN LANE

Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Aðeins fjögur lönd kusu með tillögunni og sjö gegn henni en fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu.

Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi á tillögu sem lögð var fyrir ráðið um að mannúðarsveitir Sameinuðu þjóðanna myndu fara í tvær ferðir yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands í aðstoðarleiðöngrum næsta árið. Rússland lagði þá fram tillögu þess efnis að leiðangurinn yrði aðeins einn og aðstoðin myndi aðeins gilda næsta hálfa árið.

Rússar héldu því fram að það væri ekki nauðsynlegt að fara yfir landamærin til að ferma ýmsar nauðsynjar þar sem hægt væri að ferma þær á svæðin frá Sýrlandi sjálfu.

Síðustu rúmu sex árin hefur sáttmáli verið í gildi hjá Sameinuðu þjóðunum sem hafa sent slíka aðstoð til Sýrlands en hann rennur út á föstudag. Því stendur til að endurnýja sáttmálann sem gilda á í minnst hálft ár. Þá stendur til að leiðin sem verði farin verði yfir landamæri Tyrklands inn í Sýrland.

Til þess að sáttmálinn taki gildi verða minnst níu öryggisráðsríki að samþykkja sáttmálann og ekkert fastalandanna fimm, það eru Rússland, Kína, Bandaríkin, Frakkland og Bretland, mega beita neitunarvaldi.


Tengdar fréttir

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi

Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda.

Konur í friðargæslu eru lykill að friði

Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×