Ekkert vandamál að ná í ferðamennina sem eru með veiruna Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 14:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Vel hefur gengið að ná í ferðamenn sem fá jákvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Tæplega fjörutíu tilfelli hafa komið upp og engin dæmi eru um að ekki náist í ferðamennina eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Framkvæmdin er enn sú að ferðamenn fá tilmæli um að halda sig til hlés þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir en eftir það mega þeir ferðast um landið af vild. „Þú ert beðin um að fara varlega þar til þú færð niðurstöðurnar úr sýninu sem er tekið við landamærin, sem er yfirleitt 4-6 klukkutímar. Ef þú kemur seint að kvöldi færðu það líklegast daginn eftir,“ segir Víðir. Ef sýnið reynist jákvætt þarf að taka blóðprufu til þess að kanna hvort um gamalt smit sé að ræða. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og eru þau enn ellefu síðan 15. júní. Ekki hefur greinst innanlandssmit síðan 2. júlí. Til stendur að breyta reglunum og gerði sóttvarnalæknir tillögu um að herða þær í tilfelli Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru hér á landi. Munu þeir þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komuna til landsins en Víðir segir það að öllum líkindum skýrast betur á morgun. „Það er stefnan og við erum að horfa á Íslendinga og fólk sem býr á Íslandi og þá sem munu hafa mikil tengsl inn í samfélagið. Ef þú ert t.d. að fá vin þinn frá Englandi í heimsókn og hann er að fara að vera á heimilinu hjá þér í nokkra daga, þá er skynsamlegt að fara þessa leið,“ segir Víðir og bætir við að með þessu sé verið að leggja áherslu á þann hóp sem er líklegastur til að smita aðra. „Það er verið að horfa á hverjir hafa mest tengsl inn í samfélagið og geta þá smitað flesta. Við sjáum verulegan mun í smitrakningu þegar við erum með ferðamenn miðað við fólk sem hefur mikil tengsl inn í samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00 Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. 7. júlí 2020 12:00
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40