Innlent

Tveir menn féllu 3,5 metra af vinnu­palli

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði lögreglunnar í Grindavík.
Húsnæði lögreglunnar í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Vinnuslys varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu á jörðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en ekki er nánar til tekið hvar í umdæminu slysið átti sér stað. Segir að um hafi verið að ræða 3,5 metra fall.

„Annar þeirra fékk högg á höfuðið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn slapp án meiðsla,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.