Erlent

Simbi var fótbrotinn og dauðvona en er nú við hestaheilsu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Tíu mánaða gamli ljónsunginn Simbi er nú á batavegi eftir að dýraverndarfólk bjargaði honum á dögunum.

Simbi leit ekki vel út eftir dvölina hjá ljósmyndara í borginni Sotsjí. Eigandinn hafði brotið á honum lappirnar svo hann slyppi ekki. Greyið gat ekki étið, var með alvarleg legusár og feldurinn var hreinlega drulluskítugur.

Simbi er nú orðinn hress og nýtur lífsins í dýraathvarfinu.AP/Skjáskot

Dýraverndarfólk sem rekur athvarf í Tsjeljabínsk frétti af Simba og bjargaði honum. Við komuna til Tseljabínsk fór Simbi í aðgerð á mænu og maga og er nú við hestaheilsu. Hefur jafnvel aldrei litið betur út.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.