Sport

Dag­skráin í dag: Sigur­lausu liðin í Pepsi Max-deild kvenna, um­spilið í Leagu­e One og GameTí­Ví

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur

Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Ein í Pepsi Max-deild kvenna, ein úr umspili í C-deildinni og ein af Stöð 2 eSport.

Nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna, FH og Þróttur, mætast í Kaplakrika en flautað verður til leiks klukkan 18. FH er án stiga en Þróttur er með eitt stig eftir jafntefli gegn Fylki.

Wycome Wanderers og Fleetwood Town mætast svo í síðari leik liðanna í undanúrslitum útsláttarkeppni ensku C-deildarinnar en liðin berjast um sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku B-deildinni.

GameTíVí verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en útsending þeirra hefst klukkan 20. Reiknað er með að útsendingin standi yfir í um þrjá tíma.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.