Erlent

Pöbbar, veitinga­staðir og hótel opna í Eng­landi 4. júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Á sama tíma verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu.
Á sama tíma verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu. Getty

Pöbbar, veitingastaðir og hótel í Englandi geta opnað á ný þann 4. júlí næstkomandi og þá verður slakað á tveggja metra reglunni í landinu.

Frá þessu greindi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en hann hefur verið undir þrýstingi frá fyrirtækjum í þjónustugeiranum og þingmönnum Íhaldsflokksins að undanförnu að slaka á reglum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Johnson sagði að smitum hafi fækkað og að minni líkur séu á seinni bylgju smita. Því sé hægt að slaka á aðgerðum nú og vinna að því að koma efnahagslífinu og samfélaginu í fyrra horf. Sagði forsætisráðherrann að slakað verði á tveggja metra reglunni þannig að nú verði miðað við einn metra.

Hárgreiðslustofum verður sömuleiðis heimilt að opna á ný, líkt og bænastöðum og skemmtigörðum. Næturklúbbar, líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verða þó áfram lokuð.

Alls eru skráð kórónuveirusmit í Bretlandi nú um 305 þúsund og er dauðsföll þar sem rakin eru til covid-19 nú rúmlega 42 þúsund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.