Þarf Fjallið að fara að hafa áhyggjur af forminu hjá Eddie Hall? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 08:30 Eddie Hall setti þessar tvær myndir inn á Instagam reikninginn sinn þar sem sést vel hvað hann hefur bætt sitt form á þessum tíma. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa sagt ýmislegt um hvorn annan í gegnum tíðina en þeir ætla að útkljá sín mál í hnefaleikahringnum. Þeir fengu því báðir það risaverkefni að breyta sér út kraftajötni í hnefaleikamann. Það er hins vegar annað en að segja það. Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn á fullt í hnefaleikaæfingarnar og honum hefur einmitt gengið vel í því að létta sig og koma sér í betra form. Hafþór lét vita af því á samfélagsmiðlum á dögunum að hann væri þegar búinn að missa heil átján kíló. Eddie Hall átti hins vegar svar við þeirri tilkynningu Hafþórs og það er greinilegt á nýjum myndum af Eddie Hall að hann tekur undirbúninginn sinn mjög alvarlega. ?? 2017: 196kg?? 2020: 163kgHall is looking RIPPED ahead of his fight against The Mountain! ????https://t.co/br6DaJ2DcO— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 11, 2020 Eddie Hall birti nýja mynd af sér á Instagram og þar lítur kappinn frábærlega út. Hann er búinn að taka af sér 33 kíló síðan að hann var þyngstur fyrir þremur árum. Það má greina kviðvöðvana þar sem áður var hrein og klár bumba en Eddie Hall lét vita af því á dögunum að hann hefði tekið hundrað magaæfingar á dag í 30 daga. Með því hefur Bretinn farið úr því að vera 196 kíló árið 2017 í að vera orðinn 163 kíló í dag. Hafþór Júlíus er stærri og nú mun þyngri. Hann er búinn að létta sig um næstum því tuttugu kíló en er enn samt 188 kíló að þyngd. Hafþór Júlíus Björnsson sendi Eddie Hall tóninn eftir að hann tók heimsmetið í réttstöðulyftu af Hall. „Ég sló metið þitt og nú ætla ég að slá þig niður í hringnum,“ sagði Hafþór strax eftir að hann bætti heimsmetið. „Ég vona að þú sért ánægður því ég er ánægður. Ég græði fullt af pening og fær líka að stíga inn í hringinn með þér og gera allt hlutina upp sem er algjörlega frábært,“ sagði Eddie Hall. Hnefaleikabardagi Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Eddie Hall fer fam í Las Vegas í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Það verður örugglega fylgst vel með þessum tveimur þangað til því mikið verk er enn fyrir höndum og þá sérstaklega hjá Fjallinu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Sjá meira