Sport

Dagskráin í dag: Spænski boltinn og PGA í beinni - Hitað upp fyrir Pepsi Max kvenna

Sindri Sverrisson skrifar
Spænski boltinn hefst á ný í kvöld með grannaslag Real Betis og Sevilla.
Spænski boltinn hefst á ný í kvöld með grannaslag Real Betis og Sevilla. VÍSIR/GETTY

Eftir langa bið hefst keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta og á PGA-mótaröðinni í golfi að nýju í kvöld í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar rýna í Pepsi Max-deild kvenna í upphitunarþætti í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 21.15 í kvöld, en deildin hefst annað kvöld með leik Íslandsmeistara Vals og KR. Allir leikir í 1. umferð deildarinnar verða einmitt í beinni útsendingu um helgina á Stöð 2 Sport.

Sevilla og Real Betis mætast í miklum grannaslag í fyrsta leiknum í spænsku 1. deildinni eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, kl. 20 í kvöld. Sevilla er í 3. sæti í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu, en Real Betis er í 12. sæti. Leikið verður nánast daglega í spænsku deildinni frá og með deginum í dag.

Golfáhugamenn geta einnig tekið gleði sína á ný en á Stöð 2 Golf í kvöld hefst Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni, þar sem bestu kylfingar heims mætast að nýju eftir langa bið. Mótið stendur yfir næstu fjóra daga.

Ýmislegt annað efni er í boði á sportrásunum, allt frá rafíþróttum og pílukasti yfir í handbolta og enska bikarleiki í fótbolta. Dagskrána má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×