Sport

Mayweather borgar fyrir útför George Floyd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Floyd Mayweather hleypur undir bagga með fjölskyldu Georges Floyd og greiðir fyrir útför hans.
Floyd Mayweather hleypur undir bagga með fjölskyldu Georges Floyd og greiðir fyrir útför hans. getty/Allen Berezovsky

Floyd Mayweather, fyrrverandi hnefaleikakappi, ætlar að greiða fyrir útför Georges Floyd.

„Hann verður örugglega reiður út í mig fyrir að segja þetta en já, hann ætlar að greiða fyrir útförina,“ sagði Leonard Ellerbe, framkvæmdastjóri Mayweather Promotions, við ESPN.

Að sögn Ellerbes hefur Mayweather verið í sambandi við fjölskyldu Floyds og hún þáði boð hans að greiða fyrir útförina.

Floyd lést mánudaginn 25. maí þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin lagði hné sitt að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Chauvin var rekinn daginn eftir og hefur verið kærður fyrir morð.

Mótmæli vegna dauða Floyds hafa staðið yfir undanfarna daga og hafa teygt anga sína út fyrir Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×