Sportpakkinn: Allir nema einn af þeim tuttugu bestu í heimi með á Players í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 17:00 Norður Írinn Rory McIlroy fagnar hér með bikarinn eftir sigur á Players meistaramótinu í fyrra. Getty/David Cannon Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17. Golf Sportpakkinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Svo gott sem allir bestu kylfingar heims eru samankomnir á Flórída þar sem þeir keppa á Players meistaramótinu sem er í margra augum fimmta risamótið. Arnar Björnsson skoðaði mótið fram undan. Players meistaramótið hefst á TPC Sawgrass golfvellinum í Ponte Vedra Beach í Flórída á morgun. Þetta verður í 39. sinn sem mótið er spilað á þessum sögufræga velli. „Það er gott að vera mættur aftur á Sawgrass völlinn“, sagði Rory McIllroy sem freistar þess að verja titilinn sem hann vann í fyrra. Tuttugu efstu menn heimslistans eru allir á meðal keppenda nema sá sem er í 11. sætinu, sá kappi heitir Tiger Woods. „Mér finnst ég sjá margt sameiginlegt með byrjunina á þessu ári og því síðasta. Ég er búinn að spila á nokkrum mótum og hef verið í toppbaráttunni en ekki alveg náð að nýta tækifærin. Það væri frábært að endurtaka leikinn frá í fyrra,“ sagði McIllroy hafði betur í baráttunni við Jim Furyk í fyrra og vann með einu höggi. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um mótið hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Aðeins einn kylfingur af þeim tuttugu bestu í heimi missir af Players í ár „Á þessum stað á ferlinum finnst mér ég bera nokkra ábyrgð, ekki aðeins fyrir sjálfan mig heldur aðra kylfinga líka. Ég er búinn að vera á toppnum í rúman áratug. Mér líður betur, sjálfstraustið er til staðar og ég trúi á ákveðin gildi. Ég hef ekki legið á skoðunum mínum um ýmislegt í íþróttinni á undanförnum árum. Með það er ég ánægður en er ekki að reyna að setja einhver fordæmi en ég vil taka þátt í samræðum og það er það sem ég reyni að gera,“ segir hinn 30 ára Norður Íri. McIllroy heldur efsta sætinu á heimslistanum og er búinn að vera þar í hundrað vikur. „Ég er stoltur af því að hafa verið í tvö ár á toppnum og það er góð tilfinning. Tiger Woods var á listanum í 683 vikur. Það er ótrúlegt, í raun alveg fáránlegt.“ Það er til mikils að vinna, verðlaunaféð hefur verið hækkað úr 12 milljónum dollara í 15 milljónir. Rory McIllroy fékk í fyrra 2,25 milljónir dollara en sigurvegarinn í ár fær 2,7 milljónir í sinn hlut, tæplega 350 milljónir króna. Stöð 2 golf sýnir beint frá mótinu alla fjóra keppnisdagana, fyrsta útsendingin verður á morgun frá klukkan 17.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira