Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 18:00 Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri félagsins sem fékk mest úr sjóðnum. vísir/s2s Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira