Lífið

Oft algjör slembilukka að konurnar séu á lífi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigþrúður hefur verið í Kvennaathvarfinu í þrettán ár. 
Sigþrúður hefur verið í Kvennaathvarfinu í þrettán ár. 

Þúsundir eru heima hjá sér um þessar mundir. Veikir eða í sóttkví eða hræddir við það að veikjast. Við getum ekki hitt margar í einu, skólarnir eru ekki fúnkerandi sem skildi og börnin því meira heima. Í þessum aðstæðum getur skapast hætta segir Sigrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins sem óttast að mikið verði að gera hjá þeim í náinni framtíð.

„Eins og ástandið er í samfélaginu í dag þá höfum við miklar áhyggjur af konum og börnum sem eru á ofbeldisheimilum. Þessi einangrun, streita og áhyggjur og að börnin eru minna í skólanum sem hefur kannski verið þeirra griðastaður þá höfum við miklar áhyggjur,“ segir Sigþrúður sem hefur verið framkvæmdarstýra hjá kvennaathvarfinu síðustu þrettán ár segir að eftir hrun hafi húsið svo gott sem alltaf verið fullt og það í langan tíma. Fullt af börnum og konum sem gátu ekki verið heima hjá sér vegna andlegs, líkamlegs og jafnvel kynferðislegs ofbeldis.

Ofbeldismaðurinn hefur mikla stjórn

„Það kom holskefla inn til okkar og var mikið að gera fyrir og eftir hrun. Það er í eðli heimilisofbeldis að fólk leitar sér ekki aðstoðar á meðan ástandið er sem verst. Þetta er ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldismaðurinn og brotaþolinn eru tengd mjög nánum böndum. Ofbeldismaðurinn hefur mjög góða stjórn á því hvernig hlutirnir eru skilgreindir á heimilinu.“

Hún segir að það sé meira en að segja það að taka upp töskurnar og koma öllum krökkunum út og flestir í þeim aðstæðum að eiga ekki í mörg hús að vernda.

„Það er voðalega auðvelt fyrir okkur hin að segja fólki að fara frá ofbeldismanni en þegar þú ert að fara frá honum ert þú líka að fara frá eiginmanninum, heimilinu og daglega lífinu og kannski afkomunni, eignunum og öllu því sem þú hefur safnað þér í sarpinn í ár eða áratugi.“

Hún segir að mynstrið sé oft mjög líkt.

Stundum heppnar að vera á lífi

„Það gerist eitthvað hræðilegt og svo koma hveitibrauðsdagar á eftir þar sem ofbeldismaðurinn lofar öllu fögru og ætlar sér örugglega á því augnabliki að standa við það en svo fer að hlaðast upp spenna og þetta gerist aftur og það er þessi hringur sem veldur því að það er svo erfitt að fara.“

Sigþrúður hefur bæði séð og heyrt af mjög slæmum hlutum.

„Maður undrast í raun á því að konan hafi lifað af og stundum er það bara slembilukka að hún hafi lifað af. Þær eru stundum teknar kyrkingartaki þar til að þær missa meðvitund, miklar limlestingar, eða fleygt úr út bíl á ferð eða niður stiga með lítil börn í fanginu. Það getur enginn stjórnað því hvernig slíkt ofbeldi endar,“ segir Sigþrúður og bætir við að andlega ofbeldið sitja oft lengur eftir hjá konum í ofbeldissambandi.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Tengdar fréttir

Heimilis­of­beldi er dauðans al­vara

Í árferði þar sem er aukið álag er alltaf hætta á því að brestir sem við erum að fást við hafi tilhnegingu til að aukast. Þetta getur átt við margt í okkar fari eins og áfengis og vímuefnaneyslu, matarvenjur (slæma matarsiði), og margt annað mætti telja.

Lamdi konuna sína úti á götu

Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.