Seðlabankinn eykur eftirlit með höftum 19. september 2009 07:00 Seðlabanki Íslands Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að styrkja eftirlit sitt með gjaldeyrishöftunum. „Það er verið að herða eftirlitið vegna þess að það hefur komið upp fjöldi vísbendinga um að það sé verið að fara í kringum höftin,“ segir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg segir erfitt að meta hversu háar upphæðir um sé að ræða eða fjölda mála sem tengist brotum á gjaldeyrislögum og reglum settum á grundvelli þeirra. „Þetta eru bæði aflandsviðskipti og brot á skilaskyldunni en það er erfitt að nefna tölur. „Ég get þó sagt að það eru fjölmörg mál til skoðunar og við höfum verið að starfa náið með Fjármálaeftirlitinu (FME) og mörg þeirra eru til skoðunar þar. Þetta er erfitt ástand og við erum að reyna að taka á því.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur að undanförnu verið fjöldi mála til skoðunar hjá Seðlabankanum og nokkrir tugir mála eru nú þegar í rannsókn. Erfitt hefur hins vegar verið að fá upplýsingar um framgang þeirra. Ingibjörg vill ekki tjá sig um hvort stofnun sérstakrar eftirlitsdeildar vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki seint til komin og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið sett á fót á sama tíma og höftunum var komið á. Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur gagnrýnt gjaldeyrishöftin í ræðu og riti, telur að aðgerð eins og þessi geri það enn ólíklegra að hægt verði að afnema höftin eins og ráðgert er. „Ef eitthvað er þá skapar þessi aðgerð meira vantraust og tortryggni á Seðlabankanum, sem er þó í dag fullkomlega rúinn trausti.“ Ársæll segir að aðgerðin sé aðeins framhald á þeim vítahring sem bankinn er fastur í eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna. Í tilkynningu frá bankanum segir að endurskipulagning gjaldeyriseftirlitsins breyti engu áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áformað er að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum 1. nóvember næstkomandi. Ingibjörg segir að mikilvægur þáttur áætlunarinnar sé að efla eftirlit með þeim höftum sem eftir standa og til að framfylgja þeim af meiri krafti. Gjaldeyriseftirlitið verður sjálfstæð eining innan bankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að styrkja eftirlit sitt með gjaldeyrishöftunum. „Það er verið að herða eftirlitið vegna þess að það hefur komið upp fjöldi vísbendinga um að það sé verið að fara í kringum höftin,“ segir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlitsins. Ingibjörg segir erfitt að meta hversu háar upphæðir um sé að ræða eða fjölda mála sem tengist brotum á gjaldeyrislögum og reglum settum á grundvelli þeirra. „Þetta eru bæði aflandsviðskipti og brot á skilaskyldunni en það er erfitt að nefna tölur. „Ég get þó sagt að það eru fjölmörg mál til skoðunar og við höfum verið að starfa náið með Fjármálaeftirlitinu (FME) og mörg þeirra eru til skoðunar þar. Þetta er erfitt ástand og við erum að reyna að taka á því.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur að undanförnu verið fjöldi mála til skoðunar hjá Seðlabankanum og nokkrir tugir mála eru nú þegar í rannsókn. Erfitt hefur hins vegar verið að fá upplýsingar um framgang þeirra. Ingibjörg vill ekki tjá sig um hvort stofnun sérstakrar eftirlitsdeildar vegna gjaldeyrishaftanna sé ekki seint til komin og eðlilegt hefði verið að hún hefði verið sett á fót á sama tíma og höftunum var komið á. Ársæll Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, sem hefur gagnrýnt gjaldeyrishöftin í ræðu og riti, telur að aðgerð eins og þessi geri það enn ólíklegra að hægt verði að afnema höftin eins og ráðgert er. „Ef eitthvað er þá skapar þessi aðgerð meira vantraust og tortryggni á Seðlabankanum, sem er þó í dag fullkomlega rúinn trausti.“ Ársæll segir að aðgerðin sé aðeins framhald á þeim vítahring sem bankinn er fastur í eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna. Í tilkynningu frá bankanum segir að endurskipulagning gjaldeyriseftirlitsins breyti engu áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áformað er að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum 1. nóvember næstkomandi. Ingibjörg segir að mikilvægur þáttur áætlunarinnar sé að efla eftirlit með þeim höftum sem eftir standa og til að framfylgja þeim af meiri krafti. Gjaldeyriseftirlitið verður sjálfstæð eining innan bankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra. Sérstök ráðgjafarnefnd verður gjaldeyriseftirlitinu til stuðnings.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira