Umfjöllun: Fylkismenn tóku stigin þrjú í Eyjum Valur Smári Heimisson skrifar 19. september 2009 00:01 Kjartan Ágúst Breiðdal úr Fylki og Pétur Runólfsson úr ÍBV í fyrri leik liðanna. Mynd/Stefán Fallegt veður var á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tóku á móti Fylki. Kári Þorleifsson, vallarstjóri, varaði liðin þó við að völlurinn væri mjög blautur, en það hefur nánast ringt stanslaust í viku í Vestmannaeyjum. Fylkismenn í baráttu um Evrópusæti og með sigri kæmust þeir upp að hlið KR-inga í 2. Sætið. Reiknað var með að Heimir Hallgrímsson, þjálfari Eyjamanna, myndi stilla upp ungum strákum þar sem þeir eiga ekki lengur í hættu á að falla, en Heimir ætlaði sér greinilega að komast upp að hlið Vals og Stjörnunni þar sem hann stillti nánast upp sínu sterkasta liði. Leikurinn fór fjörlega af stað, mark var dæmt af eyjamönnum eftir átta mínútna leik en það var Tonny Mawejje sem átti sendingu á lands sinn frá Úganda, Augustine Nsumba, sem skoraði frammhjá Ólafi Þór í markinu en rangstæða dæmd. Fylkismenn áttu sín færi og skutu í slá eftir þunga sókn. Það voru þó Eyjamenn sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks en þar var að verki Andri Ólafsson með skalla í stöngina og inn eftir aukaspyrnu frá Þórarni Inga Valdimarssyni. Seinni hálfleikur var heldur betur fjörugur og fjögur mörk skoruð. Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á innanvið tíu mínútna kafla. Fyrst var það Albert Brynjar Ingason sem skoraði á 63 mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari af vinstri kantinum. Albert tók við boltanum og lék á Elías Fannar í marki ÍBV og renndi svo boltanum í netið. Svo komu tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Þórir Hannesson skoraði fyrra markið á 71. mínútu eftir hornspyrnu og Ólafur Ingi Stígsson skoraði svo á 72. mínútu með góðu skoti utan teigst eftir að Eyjamenn höfðu misst boltann eftir að hafa tekið miðjuna. Eftir þriðja markið vöknuðu Eyjamenn loks til lífsins og skoruðu á 84. mínútu úr en þar var að verki Eiður Aron eftir hornspyrnu frá Tony Mawejje. Eftir þetta var þetta mikil barátta og Eyjamenn staðráðnir í að setja annað mark en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-3 sigur Fylkis. Það dró hins vegar til tíðinda í blálokin þegar Halldór Arnar Hilmisson fékk gult spjald á 90. mínútu eftir að hafa greinilega tekið boltann með höndinni. Hann mótmælti dómnum mikið, fannst hafa verið brotið á sér, en uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Jafn og spennandi leikur en Fylkismenn tóku stigin þrjú og komust þar með upp að hlið KR en liðin eru jöfn í 2. -3. sæti deildarinnar með 42 stig.Tölfræðin:ÍBV – Fylkir 2-3 1-0 Andri Ólafsson (31.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (63.) 1-2 Þórir Hannesson (71.) 1-3 Ólafur Ingi Stígsson (72.) 2-3 Eiður Aron Sigurbjörnsson (84.) Rautt spjald: Halldór Arnar Hilmisson, Fylki, (90.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 680 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-13 (5-8) Varin skot: Elías Fannar 5 – Ólafur Þór 3. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-7 Rangstöður: 2-2ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefánsson 5 Matt Garner 5 (79., Ingi Rafn Ingibergsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Andri Ólafsson 7 Pétur Runólfsson 5 (45., Eyþór Helgi Birgisson -) Andrew Mwesigwa 6 Tony Mawejje 7 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Augustine Nsumba 6 Gauti Þorvarðarson 5 (74., Bjarni Rúnar Einarsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 7Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6*Ólafur Ingi Stígsson 8 - maður leiksins (74., Ásgeir Börkur Ásgeirsson -) Þórir Hannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (60., Pape Mamadou Faye 6) Albert Brynjar Ingason 7 Tómas Þorsteinsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Einar Pétursson 6 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fylkis í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Fallegt veður var á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tóku á móti Fylki. Kári Þorleifsson, vallarstjóri, varaði liðin þó við að völlurinn væri mjög blautur, en það hefur nánast ringt stanslaust í viku í Vestmannaeyjum. Fylkismenn í baráttu um Evrópusæti og með sigri kæmust þeir upp að hlið KR-inga í 2. Sætið. Reiknað var með að Heimir Hallgrímsson, þjálfari Eyjamanna, myndi stilla upp ungum strákum þar sem þeir eiga ekki lengur í hættu á að falla, en Heimir ætlaði sér greinilega að komast upp að hlið Vals og Stjörnunni þar sem hann stillti nánast upp sínu sterkasta liði. Leikurinn fór fjörlega af stað, mark var dæmt af eyjamönnum eftir átta mínútna leik en það var Tonny Mawejje sem átti sendingu á lands sinn frá Úganda, Augustine Nsumba, sem skoraði frammhjá Ólafi Þór í markinu en rangstæða dæmd. Fylkismenn áttu sín færi og skutu í slá eftir þunga sókn. Það voru þó Eyjamenn sem skoruðu eina mark fyrri hálfleiks en þar var að verki Andri Ólafsson með skalla í stöngina og inn eftir aukaspyrnu frá Þórarni Inga Valdimarssyni. Seinni hálfleikur var heldur betur fjörugur og fjögur mörk skoruð. Fylkismenn skoruðu þrjú mörk á innanvið tíu mínútna kafla. Fyrst var það Albert Brynjar Ingason sem skoraði á 63 mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari af vinstri kantinum. Albert tók við boltanum og lék á Elías Fannar í marki ÍBV og renndi svo boltanum í netið. Svo komu tvö mörk á tveggja mínútna kafla. Þórir Hannesson skoraði fyrra markið á 71. mínútu eftir hornspyrnu og Ólafur Ingi Stígsson skoraði svo á 72. mínútu með góðu skoti utan teigst eftir að Eyjamenn höfðu misst boltann eftir að hafa tekið miðjuna. Eftir þriðja markið vöknuðu Eyjamenn loks til lífsins og skoruðu á 84. mínútu úr en þar var að verki Eiður Aron eftir hornspyrnu frá Tony Mawejje. Eftir þetta var þetta mikil barátta og Eyjamenn staðráðnir í að setja annað mark en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 2-3 sigur Fylkis. Það dró hins vegar til tíðinda í blálokin þegar Halldór Arnar Hilmisson fékk gult spjald á 90. mínútu eftir að hafa greinilega tekið boltann með höndinni. Hann mótmælti dómnum mikið, fannst hafa verið brotið á sér, en uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Jafn og spennandi leikur en Fylkismenn tóku stigin þrjú og komust þar með upp að hlið KR en liðin eru jöfn í 2. -3. sæti deildarinnar með 42 stig.Tölfræðin:ÍBV – Fylkir 2-3 1-0 Andri Ólafsson (31.) 1-1 Albert Brynjar Ingason (63.) 1-2 Þórir Hannesson (71.) 1-3 Ólafur Ingi Stígsson (72.) 2-3 Eiður Aron Sigurbjörnsson (84.) Rautt spjald: Halldór Arnar Hilmisson, Fylki, (90.) Hásteinsvöllur. Áhorfendur: 680 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (5) Skot (á mark): 12-13 (5-8) Varin skot: Elías Fannar 5 – Ólafur Þór 3. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 13-7 Rangstöður: 2-2ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefánsson 5 Matt Garner 5 (79., Ingi Rafn Ingibergsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 Andri Ólafsson 7 Pétur Runólfsson 5 (45., Eyþór Helgi Birgisson -) Andrew Mwesigwa 6 Tony Mawejje 7 Arnór Eyvar Ólafsson 6 Augustine Nsumba 6 Gauti Þorvarðarson 5 (74., Bjarni Rúnar Einarsson -) Eiður Aron Sigurbjörnsson 7Fylkir (4-4-2): Ólafur Þór Gunnarsson 5 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6*Ólafur Ingi Stígsson 8 - maður leiksins (74., Ásgeir Börkur Ásgeirsson -) Þórir Hannesson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (60., Pape Mamadou Faye 6) Albert Brynjar Ingason 7 Tómas Þorsteinsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 4 Einar Pétursson 6 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Fylkis í 21. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Fylkir Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira