Sport

Dagskráin í dag: Magnaðir íslenskir leikir, þættir, annálar og heimildarmyndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag.
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Stöð 2 Sport

Þrátt fyrir að það sé engar beinar útsendingar í dag er dagskráin heldur betur þétt á Stöð 2 Sport í dag. Útsendingar frá Evrópudeildinni, úrslitaleikur enska deildarbikarsins milli Liverpool og Man. City frá árinu 2016 og margt margt fleira er á dagskrá dagsins.

Sportið í dag mun hefjast klukkan 15.00 eins og alla virka daga þar sem þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson munu fá góða gesti í heimsókn eða rífa upp Skype-tólið. Í kvöld verða svo rifjaðir upp skemmtilegir leikir í íslenska fótboltanum sem og Sportið í kvöld.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 er sitt lítið af hverju. Annálar, 1 á 1 og bestir í boltanum eru á meðal þeirra þátta. Heimildarþáttur um Ölla, sagan úr Vesturbæ og Hólmurinn heillaði er svo á dagskrá síðar í kvöld.

Stöð 2 Sport 3

Stöð 2 Sport 3 er hlaðinn fótbolta í allan dag. Magnaðir leikir í gegnum tíðina; allt frá leik ÍBV og Keflavíkur árið 1997 til leik FH og KR sumarið 2009. Margir frambærilegir leikir í allan dag en þá má alla sjá á vefsíðu Stöðvar 2.

Stöð 2 eSport

Vodafone-deildin, Lenovo-deildin og útsendingar frá úrslitakvöldi KARDS World Championship er á meðal þeirra útsendinga sem má finna á Stöð 2 Sport eSport í dag.

Stöð 2 Golf

Opna breska mótið var aflýst í gær en í dag má sjá mynd um mótið síðustu fimm ár. Í kjölfarið er svo sýnt mynd frá Players-meistaramótinu árið 2008 sem og útsending frá síðustu tveimur dögunum á Augustu-meistaramótinu 2013.

Alla dagskránna má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.