Dýrahræ geymd í tunnu við lögreglustöð Þórdís Valsdóttir skrifar 17. október 2017 13:15 Verklag lögreglunnar varðandi geymslu á dýrahræum er ekki forsvaranleg gagnvart gæludýraeigendum að sögn formanns Dýraverndarsambandsins. Vísir/Eyþór Hræ dýra sem finnast í Reykjavík eru geymd í tunnu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu þar til meindýraeyðir sækir þau og fer með þau á Dýraspítalann í Víðidal. Dýraverndarsamband Íslands furðar sig á verklagi lögreglunnar þegar dýr eru annars vegar. „Það var gámur á dýraspítalanum en tunnan er núna hjá okkur og hefur verið í svolítinn tíma. Ef dýrið er sannanlega dautt þá fer það í tunnuna og meindýraeyðir Reykjavíkurborgar kemur og tæmir tunnuna,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn og bætir við að meindýraeyðirinn eigi að koma einu sinni í viku.Sigrún átti köttinn Snúð sem varð fyrir bíl í sumar. Hún leitaði hans lengi en fékk engar upplýsingar um afdrif hans.AðsendSigrún Pétursdóttir týndi kettinum sínum í sumar og fékk þær upplýsingar frá vitni að keyrt hefði verið á hann, og að lögreglan hefði sótt hræið stuttu síðar. Sigrún hringdi í lögregluna og á Dýraspítalann en ekkert bólaði á kettinum. „Við hringdum oft á báða staði en enginn kannaðist við að hafa sótt hann. Lögreglan sagði að engin skýrsla væri til um málið en sagði útilokað að kötturinn væri hjá þeim,“ segir Sigrún. Um hálfum mánuði seinna fékk hún símtal frá Dýraspítalanum í Víðidal en þá var hræ kattarins komið í þeirra hendur. Hún fékk þær upplýsingar að lögreglan hefði skilað kettinum á spítalann. Jóhann Karl segist ekki kannast við þetta tiltekna mál, enda engin skýrsla til um málið. „Ef meindýraeyðirinn hefur ekki komið í tvær vikur, þá veit ég ekki hvort það hafi verið sumarleyfi hjá honum.“ Sigrún var reið yfir því að finna ekki köttinn sinn, enda var hún ekki viss hvort keyrt hefði verið á hann eða annan kött. „Ég hélt upphaflega að mistökin lægju hjá dýraspítalanum. Mér datt ekki í hug að hann væri bara í einhverri tunnu á lögreglustöðinni.“Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands segir að verklað lögreglu sé ekki viðunandi.AðsendHallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir alvarlega brotalöm vera á því hvernig lögreglan nálgist mál sem koma upp gagnvart dýrum. „Varðandi þessa geymsluaðferð þá finnst mér að lögreglunni beri að vera með reglur sem leiða til þess að eigandi dýrsins finnist. Lögreglan á að leggja það á sig að vera með örmerkjalesara og fara í gagnagrunninn og fletta upp eigandanum. Einnig að geymsla á dýrum sé þannig að hræið varðveitist.“ „Ef það á að varðveita hræ, þá á að geyma þau í kæli,“ segir Hallgerður og bætir við að Dýraverndarsambandi Íslands telji þetta verkferli ekki forsvaranlegt gagnvart gæludýraeigendum sem eru um 40 prósent íslenskra heimila. Að sögn Hallgerðar var það á dagskrá Dýraverndarsambandsins að óska eftir fundi með lögreglunni í vetur til að ræða verklagsreglur lögreglunnar vegna mála líkum þessum. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hræ dýra sem finnast í Reykjavík eru geymd í tunnu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu þar til meindýraeyðir sækir þau og fer með þau á Dýraspítalann í Víðidal. Dýraverndarsamband Íslands furðar sig á verklagi lögreglunnar þegar dýr eru annars vegar. „Það var gámur á dýraspítalanum en tunnan er núna hjá okkur og hefur verið í svolítinn tíma. Ef dýrið er sannanlega dautt þá fer það í tunnuna og meindýraeyðir Reykjavíkurborgar kemur og tæmir tunnuna,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn og bætir við að meindýraeyðirinn eigi að koma einu sinni í viku.Sigrún átti köttinn Snúð sem varð fyrir bíl í sumar. Hún leitaði hans lengi en fékk engar upplýsingar um afdrif hans.AðsendSigrún Pétursdóttir týndi kettinum sínum í sumar og fékk þær upplýsingar frá vitni að keyrt hefði verið á hann, og að lögreglan hefði sótt hræið stuttu síðar. Sigrún hringdi í lögregluna og á Dýraspítalann en ekkert bólaði á kettinum. „Við hringdum oft á báða staði en enginn kannaðist við að hafa sótt hann. Lögreglan sagði að engin skýrsla væri til um málið en sagði útilokað að kötturinn væri hjá þeim,“ segir Sigrún. Um hálfum mánuði seinna fékk hún símtal frá Dýraspítalanum í Víðidal en þá var hræ kattarins komið í þeirra hendur. Hún fékk þær upplýsingar að lögreglan hefði skilað kettinum á spítalann. Jóhann Karl segist ekki kannast við þetta tiltekna mál, enda engin skýrsla til um málið. „Ef meindýraeyðirinn hefur ekki komið í tvær vikur, þá veit ég ekki hvort það hafi verið sumarleyfi hjá honum.“ Sigrún var reið yfir því að finna ekki köttinn sinn, enda var hún ekki viss hvort keyrt hefði verið á hann eða annan kött. „Ég hélt upphaflega að mistökin lægju hjá dýraspítalanum. Mér datt ekki í hug að hann væri bara í einhverri tunnu á lögreglustöðinni.“Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands segir að verklað lögreglu sé ekki viðunandi.AðsendHallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir alvarlega brotalöm vera á því hvernig lögreglan nálgist mál sem koma upp gagnvart dýrum. „Varðandi þessa geymsluaðferð þá finnst mér að lögreglunni beri að vera með reglur sem leiða til þess að eigandi dýrsins finnist. Lögreglan á að leggja það á sig að vera með örmerkjalesara og fara í gagnagrunninn og fletta upp eigandanum. Einnig að geymsla á dýrum sé þannig að hræið varðveitist.“ „Ef það á að varðveita hræ, þá á að geyma þau í kæli,“ segir Hallgerður og bætir við að Dýraverndarsambandi Íslands telji þetta verkferli ekki forsvaranlegt gagnvart gæludýraeigendum sem eru um 40 prósent íslenskra heimila. Að sögn Hallgerðar var það á dagskrá Dýraverndarsambandsins að óska eftir fundi með lögreglunni í vetur til að ræða verklagsreglur lögreglunnar vegna mála líkum þessum.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira