Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. október 2017 06:00 Bæjarstjórinn segir að þegar tekin séu tillit til ákveðinna skilyrða ætti sveitarfélagið að geta rekið ferjuna á forsendum samfélagsins. Fréttablaðið/Stefán Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. „Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analytica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku. Elliði Vignisson - Vestmannaeyjar - sjálfstæðisflokkurinn - bæjarstjóri„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra. „Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“ Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30