Vilja réttarbætur fyrir transfólk 8. nóvember 2009 10:57 Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transfólks, einnig kallað transgender, hér á landi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir að réttarstaða transfólks á Íslandi sé bæði veik og óljós. Engin sérstök lög gildi um málefni fólksins hérlendis og margt vanti upp á til að lagalegt jafnræði og full mannréttindi séu tryggð. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð," segir í greinargerðinni. Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki. Það er mat flutningsmanna að nauðsynlegt sé að tryggja transfólki full mannréttindi og skýra réttarstöðu á öllum sviðum. „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á," segir í greinargerðinni með til tillögunni.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent