Hetja næturinnar hafði verið látin fara átta sinnum á ferlinum: Chiefs og 49ers mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:00 Hetja næturinnar, Raheem Mostert, fagnar sigrnum með syni sínum Gunnari, Mostert átti ótrúlegan leik. Getty/Ezra Shaw Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020 NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15