Erlent

Sprengjuárás gegn Gyðingum í Malmö

Engin slasaðist þegar sprengja sprakk fyrir utan byggingu samtaka Gyðinga við Kamrergötu í Malmö í Svíþjóð í nótt.

Í frétt um málið í blaðinu Sydsvenska Dagbladet segir að fyrir utan sprenginguna virðist sem reynt hafi verið að brjótast inn í bygginguna með því að brjóta rúður í henni.

Sænska lögreglan hefur handtekið tvo menn vegna þessa máls en vill ekki upplýsa um hvaða menn sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×