Innlent

Verðmætið nam 1,5 milljörðum

Grásleppuvertíð, sem nýlokið er, var víðast hvar góð og skilaði grásleppukörlum miklum verðmætum, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Landaður afli svaraði til 11.518 tunna af söltuðum hrognum og var söluverðmæti þeirra 1,5 milljarðar.

Stunduðu 279 bátar veiðarnar í ár og fjölgaði um fimmtíu frá í fyrra.

Mestu var landað á Drangsnesi og í Stykkishólmi en alls var landað á 41 stað á landinu. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×