Sport

Conor fór mikinn á Twitter: Hraunaði yfir Ferguson og aftur í hringinn í júlí?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor McGregor á ennþá nóg eftir
Conor McGregor á ennþá nóg eftir vísir/getty

UFC-bardagakappinn, Conor McGregor, fór hamförum á Twitter í gær. Hann er líklega á leið í búrið í júlí og lenti upp á kant við Tony Ferguson.

Líklegt er að Conor berjist í heimalandinu, Írlandi, í júlí gegn Justin Gaethje. Gaethje hafði betur gegn Tony Ferguson á UFC-bardagakvöldinu umdeilda sem fór fram um helgina og gæti orðið mótherji Gaethje í júlí.

Gaethje er fremstur í röðinni til að berjast gegn Khabib Nurmagomedov en McGregor kemur einnig til greina eftir að Conor setti á Twitter-síðu sína að hann hlakki til að sjá fólkið í júlí með írska og bandaríska þjóðfánanum.

Þetta var ekki það eina sem hinn skrautlegi Íri lét flakka á Twitter í gær. Hann ákvað einnig að hrauna yfir Tony Ferguson, sem tapaði einmitt fyrir Gaethje um helgina.

Hann sagði að hann ætti að þakka hjúkrunarfræðingum á degi þeirra þar sem þeir hafi hjálpað honum mikið að laga á honum hauskúpuna. Hann bætti við að hann ætti að læra að boxa.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.