Innlent

Grunaðir um innflutning á amfetamíni í kílóavís

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar málið innflutning á hvítu efni í kílóavís, sem líklegast er amfetamín. Upplýsingar um nákvæmt magn liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru efnin flutt hingað til lands frá Danmörku.

Þrír mannanna sem handteknir hafa verið eru á þrítugsaldri og einn undir tvítugu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur málið verið unnið í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld en nokkur önnur lögregluembætti hérlendsins auk tollyfirvalda hafa átt aðkomu að rannsókninni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hinir handteknu ekki áður komið við sögu lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×