Vildi Helga ekki um borð í þyrlu Gæslunnar Breki Logason skrifar 11. september 2009 15:31 Georg Lárusson og Georg Helgi Seljan. „Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
„Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira