Innlent

Esjan orðin eða verður snjólaus

Einar 
Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson

Veður Enn voru tveir örsmáir snjóskaflar í Gunnlaugsskarði í Esjunni fyrri part viku, en sökum skýjafars hefur ekki tekist að greina hvort þeir eru horfnir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Spáð er sumarhlýindum á suðvesturhorninu um helgina og segir Einar að sé Esjan ekki þegar orðin snjólaus verði hún það eflaust á næstu dögum.

Skaflinn í Esjunni hefur verið notaður sem mælikvarði á veður­far, hverfi hann hefur sumarið verið gott. Esjan hefur orðið snjólaus síðustu átta ár og það níunda því að bætast í safnið.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×