Erlent

Bresk hundaathvörf full af yfirgefnum hundum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Æ meira er um að breskir hundaeigendur losi sig við hunda sína með því að skilja þá eftir á víðavangi þegar fjárhagsaðstæður þrengja að. Talsmaður stærsta hundaathvarfs Lundúna segir húsnæði athvarfsins nú yfirfullt og að hann muni ekki annað eins ástand. Athvarfið beitir sér fyrir því að finna yfirgefnum hundum nýja eigendur og heimili.

Með tryggingum, leyfi, fæði og verði hundsins sjálfs getur kostnaðurinn numið allt að 15 þúsund pundum sem er jafnvirði tveggja komma sjö milljóna króna og vill margur hundaeigandinn í Bretlandi nú spara sér slíka upphæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×