Enski boltinn

Vidic í banni gegn Inter?

NordicPhotos/GettyImages
Rauða spjaldið sem Nemanja Vidic leikmaður Man Utd fékk að líta í úrslitaleiknum á heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í gær, virðist nú ætla að kosta hann þátttöku í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Alþjóðaknattspyrnusambandið á eftir að senda inn skýrslu til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu og er spurningin aðeins hversu langt leikbannið verður.

Hann getur aðeins tekið leikbannið út í Meistaradeildinni og er því ljóst að hann missir í það minnsta af fyrri leik Man Utd gegn Inter frá Mílanó í 16 liða úrslitunum í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×