Enski boltinn

Framtíð Guðjóns ræðst í dag eða á morgun

Mynd/Vilhelm
Guðjón Þórðarson kemst að því í dag eða á morgun hvort hann fær knattspyrnustjórastarfið hjá enska C-deildarliðinu Crewe ef marka má breska blaðið Sentinel.

Stjórn Crewe fundaði um helgina til að skera úr um hvort félagið eigi að ráða Guðjón eða John Ward fyrrverandi knattspyrnustjóra Cheltenham og Carlisle.

Crewe gerði markalaust jafntefli við Millwall um helgina og er í botnsæti fyrstu deildar eða þriðju efstu deildar á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×