Enski boltinn

John Terry sendur í bað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dowd gefur rauða spjaldið.
Dowd gefur rauða spjaldið.

Nú er hálfleikur í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í viðureign Everton og Chelsea.

Nánast það eina fréttnæma úr fyrri hálfleik er að John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk að líta rauða spjaldið frá Phil Dowd dómara. Terry átti hættulega tæklingu á Leon Osman á 35. mínútu og fékk beint rautt.

Með sigri kemst Chelsea á topp deildarinnar en ljóst er að það verður erfitt fyrir þá að sækja þrjú stig á Goodison Park með aðeins tíu leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×