Lífið

Barnið sem karlmaðurinn fæddi

Fyrstu myndir af stúlkubarni Thomas Beatie, sem fæddist sem kona en lifir sem karlmaður eftir að hafa undirgengist kynskiptaaðgerð, birtust í nýjasta hefti People tímaritsins.

Eftir að Beatie ákvað að verða karlmaður lét hann fjarlægja brjóst sín, en hélt þó æxlunarfærunum af því hann vildi einn daginn eignast barn.

Meðganga hans vakti heimsathygli og kom Beatie meðal annars fram í þætti Oprah Winfrey og sagði frá reynslu sinni.

„Hún (Susan Juliette) er svo verðmæt og ég get ekki hætt að horfa á hana. Bara að halda á stelpunni er besta tilfinning í öllum heiminum, " segir Thomas Beatie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.