Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 18:45 Rúm átta ár eru síðan Fokin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Vísir/GVA Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna. Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna.
Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46