„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:47 Denis Fokin á leið í dómssal fyrir héraði árið 2007. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Eistlendinginn Konstantin Deniss Fokin til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fjársvik. Var hann sakaður um að hafa svikið út farmiða í flug á vegum Icelandair að andvirði 2.212 evrum sem nam 327 þúsund íslenskum krónum í júlí árið 2015. Við greiðslu á miðunum gaf hann upp greiðslukortanúmer sem tilheyrði öðrum manni. Hann var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí í fyrra við komu til landsins með flugi frá Amsterdam, Hollandi. Í fórum hans fannst meðal annars fjöldi kreditkorta sem ekki báru með sér að vera í hans eigu. Enn fremur fannst í farangri hans mikið magn af óútfylltum brottfararspjöldum frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhafnarmeðlimum frá ýmsum flugfélögum og óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í rútu á leið frá Tallin í Eistlandi og hefði förinni verið heitið til Þýskalands með viðkomu í Riga í Lettlandi, Vilnius í Litháen og Póllandi. Lokaáfangastaður hans hefði ekki verið Ísland heldur Gíbraltar, þar sem hann kvaðst halda heimili. Á leiðinni barst honum hins vegar símtal frá konu sem hann sagði vera með tvöfalt ríkisfang, franskt og úkraínskt. Í símtalinu hefðu þau rætt viðskipti sem þau standa saman að. Sagði hann konuna hafa óskað eftir aðstoð hans á ákveðnu máli og beðið hann að fara til Íslands. Átti hún að hafa veitt ákærða upplýsingar um flugið til Íslands. Fram kom í máli mannsins að hann hefði ekki verið spenntur að fara til Íslands en hefði látið til leiðast vegna viðskipta hans og konunnar. Þegar hann var spurður frekar út í viðskipti hans og konunnar neitaði hann að ræða það frekar. Spurður hvers vegna nafn hans hefði ekki verið ritað með réttum hætti við bókanirnar sagði maðurinn að hann hefði lent í vandræðum á Íslandi árið 2007 og því verið á svörtum lista. Hann hefði viljað forðast vandræði vegna þessa fyrra máls. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm hér á landi árið 2007 fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair og var nefndur „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð mannsins ekki trúverðugan og dæmdi hann til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætt frá 28. Júlí til 26. Ágúst í fyrra. Var hann einnig dæmdur til að endurgreiða Icelandair andvirði flugmiðanna. Tengdar fréttir Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Eistlendinginn Konstantin Deniss Fokin til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fjársvik. Var hann sakaður um að hafa svikið út farmiða í flug á vegum Icelandair að andvirði 2.212 evrum sem nam 327 þúsund íslenskum krónum í júlí árið 2015. Við greiðslu á miðunum gaf hann upp greiðslukortanúmer sem tilheyrði öðrum manni. Hann var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí í fyrra við komu til landsins með flugi frá Amsterdam, Hollandi. Í fórum hans fannst meðal annars fjöldi kreditkorta sem ekki báru með sér að vera í hans eigu. Enn fremur fannst í farangri hans mikið magn af óútfylltum brottfararspjöldum frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhafnarmeðlimum frá ýmsum flugfélögum og óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í rútu á leið frá Tallin í Eistlandi og hefði förinni verið heitið til Þýskalands með viðkomu í Riga í Lettlandi, Vilnius í Litháen og Póllandi. Lokaáfangastaður hans hefði ekki verið Ísland heldur Gíbraltar, þar sem hann kvaðst halda heimili. Á leiðinni barst honum hins vegar símtal frá konu sem hann sagði vera með tvöfalt ríkisfang, franskt og úkraínskt. Í símtalinu hefðu þau rætt viðskipti sem þau standa saman að. Sagði hann konuna hafa óskað eftir aðstoð hans á ákveðnu máli og beðið hann að fara til Íslands. Átti hún að hafa veitt ákærða upplýsingar um flugið til Íslands. Fram kom í máli mannsins að hann hefði ekki verið spenntur að fara til Íslands en hefði látið til leiðast vegna viðskipta hans og konunnar. Þegar hann var spurður frekar út í viðskipti hans og konunnar neitaði hann að ræða það frekar. Spurður hvers vegna nafn hans hefði ekki verið ritað með réttum hætti við bókanirnar sagði maðurinn að hann hefði lent í vandræðum á Íslandi árið 2007 og því verið á svörtum lista. Hann hefði viljað forðast vandræði vegna þessa fyrra máls. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm hér á landi árið 2007 fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair og var nefndur „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð mannsins ekki trúverðugan og dæmdi hann til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætt frá 28. Júlí til 26. Ágúst í fyrra. Var hann einnig dæmdur til að endurgreiða Icelandair andvirði flugmiðanna.
Tengdar fréttir Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46